Aníta Lísa Svansdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Sigdís Eva Bárðardóttir, sem var stórkostleg í bikarsigri Víkinga gegn FH á föstudag, spáir í elleftu umferðina sem hefst í kvöld.
Sigdís Eva, sem hefur leikið frábærlega með Víkingum í sumar, er seinna í mánuðinum á leið með U19 landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins.
Sigdís Eva, sem hefur leikið frábærlega með Víkingum í sumar, er seinna í mánuðinum á leið með U19 landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins.
Þróttur R. 3 - 1 Selfoss (19:15 í kvöld)
Emelía skorar fyrsta markið en síðan setur Þróttur í næsta gír og skorar þrjú.
Keflavík 0 - 1 Þór/KA (18:00 á morgun)
Þetta verður frekar jafn leikur en Þór/KA nær að lauma einu marki inn í lokin.
ÍBV 1 - 2 Stjarnan (18:00 á morgun)
Stjarnan vinnur sterkan sigur eftir svekkjandi tap í Mjólkurbikarnum.
Breiðablik 4 - 0 Tindastóll (19:15 á morgun)
Blikarnir taka þetta frekar auðveldlega og Agla María setur þrennu.
FH 2 - 1 Valur (19:15 í kvöld)
Þrátt fyrir að þær hafi misstigið sig á móti Víkingum þá byrjar FH nýja sigurgöngu. Shaina er hungruð eftir bannið í bikarnum og skorar fyrra markið og Mackenzie það seinna.
Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Aníta Lísa Svansdóttir (3 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (2 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (2 réttir)
Kristín Dís Árnadóttir (2 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá hvernig stigataflan í deildinni lítur út.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir