Fylkir vann 4-1 sigur á Aftureldingu/Fram í kvöld og eru þar með komnar með örrugt sæti í Pepsí deildinni að ári. Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis var að vonum ánægður eftir leik.
„Ég er rosalega sáttur þetta er búið að vera flott sumar og við erum búnar að vera nokkuð heilsteyptar heilt yfir og erum búnar að spila á mörgum leikmönnum sem mér finnst jákvætt." Sagði Kjartan þjálfari Fylkis í viðtali eftir leik
„Ég er rosalega sáttur þetta er búið að vera flott sumar og við erum búnar að vera nokkuð heilsteyptar heilt yfir og erum búnar að spila á mörgum leikmönnum sem mér finnst jákvætt." Sagði Kjartan þjálfari Fylkis í viðtali eftir leik
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 1 Afturelding/Fram
Fylkis liðið hefur verið ógnar sterkt í sumar fengið á sig fá mörk og skorað mikið. Þær voirka agaðar og tilbúnar í Pepsí var markmiðið ekki alltaf að fara upp í sumar?
„Það var klárt að við ætluðum alltaf að vera í toppnum og æfðum með það í huga að við ætluðum upp en við vissum fyrir að deildin væri erfið og að liðin sem væru þar væru þannig að við þyrftum að bera virðingu fyrir þeim og við höfum alveg brennt okkur á því og við verið í fullu fangi með liðin í topp fjórum. Mér finnst efstu 4-5 liðin vera nokkuð nálagt botninum á Pepsí."
Þegar klassíska spurninginn um hvort þær ætluðu sér ekki efsta sætið og bikarinn í lok sumars sagði Kjartan hátt og skýrt
„Við verðum bara að gjöra svo vel og gera það við eigum tvo leiki eftir og þetta verður bara spennandi."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir