Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. október 2022 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða breytingar hjá meisturunum - Tvær hættar og Cyera á förum
Cyera Hintzen.
Cyera Hintzen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cyera Hintzen, sóknarmaður Vals, er líklega á förum frá Hlíðarendafélaginu.

Cyera var að klára sitt annað tímabil með Val en hún var frábær með liðinu í sumar og hjálpaði félaginu að vinna tvöfalt; að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.

Cyera skoraði alls tólf mörk í 16 leikjum í deild og bikar hér á Íslandi í sumar.

„Ég veit ekki hvað skeður með hópinn minn. Cyera er að fara til Ástralíu og hefur hug á því að komast til Ameríku," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á dögunum.

Það er þá ljóst að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Elín Metta Jensen eru hætta og þá mun Mist Edvardsdóttir ekkert spila á næsta tímabili vegna meiðsla. Aðrir leikmenn Vals gætu verið á leið út í atvinnumennsku eftir frábært sumar. Það verða nokkrar breytingar á liði Íslandsmeistarana fyrir næstu leiktíð.

Það var rætt um Val og öll önnur lið Bestu deildarinnar í Heimavellinum í gær en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner