Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Bryndís Arna Níelsdóttir, leikmaður Vals, var maður leiksins í toppslag elleftu umferðar í Bestu deild kvenna og er hún leikmaður umferðarinnar.
Valur vann 2-3 útisigur gegn FH og er nú Valur með 20 stig líkt og Breiðablik á toppi deildarinnar. Bryndís skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt. Hún fór af velli í stöðunni 0-3.
Valur vann 2-3 útisigur gegn FH og er nú Valur með 20 stig líkt og Breiðablik á toppi deildarinnar. Bryndís skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt. Hún fór af velli í stöðunni 0-3.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
„Það er ekki annað hægt en að velja Bryndísi mann leikinn. Hún á stóran þátt í öllum mörkum Vals, leggur upp það fyrsta og skorar seinni tvö. Kláraði færin vel og átti fullkomna sendingu á Ísabellu í fyrsta markinu. Bætti forskotið sem markahæsti leikmaður deildarinnar," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í skýrslu sinni frá leiknum.
Bryndís er nýlega búin að vera valin besti leikmaður umferðarinnar en hún fékk hann heiður einnig í 8. umferð þegar hún skoraði þrennu gegn Tindastóli. Hún er fædd árið 2003 og er á sínu öðru tímabili hjá Val. Hún er komin með níu mörk í ellefu mörkum, fjórum mörkum meira en þær sem koma næst á eftir henni.
Mörkin úr leiknum á Kaplakrikavelli má sjá hér að neðan.
Hún ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir