Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. október 2022 14:10
Elvar Geir Magnússon
Ísak gerði fimm ára samning við Rosenborg (Staðfest)
Ísak Snær Þorvaldsson skrifar undir í Noregi.
Ísak Snær Þorvaldsson skrifar undir í Noregi.
Mynd: Rosenborg
Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir fimm ára samning við Rosenborg og tekur samningurinn gildi eftir þetta tímabil með Breiðabliki.

„Ég spila þar sem þjálfarinn vill að ég spili. Ég hef alltaf verið miðjumaður en hef notið þess að spila í sókninni, skora mörk og leggja upp. Ég er þó ekkert mótfallinn því að vera færður til, svo lengi sem ég er að spila," segir Ísak við heimasíðu Rosenborg.

Ísak flaug til Þrándheims til að ganga frá málum en heldur núna aftur til Íslands og klárar síðustu fjóra leikina með Breiðabliki. Liðið trónir á toppi Bestu deildarinnar og ekkert virðist geta stöðvað það á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum.

Ísak hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og er kominn með þrettán mörk. Hjá Rosenborg mun hann spila með Kristali Mána Ingasyni sem gekk í raðir félagsins frá Víkingi í sumar.

Rosenborg er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Þau hafa frábær sértilboð í nýja Coles specials í þessari viku.


Athugasemdir
banner
banner