Chelsea íhugar að borga frekar sekt til Manchester United í staðinn fyrir að þurfa að kaupa Jadon Sancho af United.
Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea frá United og fylgir þeim lánssamningi kaupskylda. Heyrst hefur að Chelsea þurfi að greiða 25 milljónir punda til United ef Chelsea endar í einu af topp 14 sætum úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea frá United og fylgir þeim lánssamningi kaupskylda. Heyrst hefur að Chelsea þurfi að greiða 25 milljónir punda til United ef Chelsea endar í einu af topp 14 sætum úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Chelsea íhugar að gera það ekki og fengi í staðinn refsingu, félagið yrði sektað og færi upphæðin til United. En Sancho kæmi þá ekki til Chelsea og myndi snúa aftur til United.
Sancho hefur einungis skorað tvö mörk fyrir Chelsea á tímabilinu. Hann var alls ekki í plönum Erik ten Hag, þáverandi stjóra United, þegar hann var lánaður í burtu.
Sancho er 24 ára vængmaður sem er samningsbundinn United fram á sumarið 2026. United keypti hann á 85 milljónir evra sumarið 2021 frá Dortmund.
Athugasemdir