mið 05. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur besti leikmaður Íslands í Þjóðadeildinni
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður OH Leuven, var besti leikmaður íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni, samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net. Jón Dagur var einnig með hæstu einkunnina í undankeppni HM.

Fótbolti.net gefur einkunnir eftir alla landsleiki en til að fá einkunn verður leikmaður að spila 20 mínútur eða meira, með örfáum undantekningum. Til að vera gildur á þennan lista okkar verður leikmaður að hafa fengið einkunnir fyrir þrjá leiki af fjórum að minnsta kosti.

Ísland var með Ísrael og Albaníu í riðli og gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum. Aðeins þrjú lið voru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka og féll sjálfkrafa.

Jón Dagur er efstur á blaði með 7,3 í meðaleinkunn en hann fékk einkunn fyrir þrjá leiki. Þórir Jóhann Helgason var í öðru sæti með 7 í meðaleinkunn.

Bestu leikmenn Íslands:
Jón Dagur Þorsteinsson 7,3
Þórir Jóhann Helgason 7
Hákon Arnar Haraldsson 6,75
Arnór Sigurðsson 6,6
Birkir Bjarnason 6,25
Rúnar Alex Rúnarsson 6,25
Davíð Kristján Ólafsson 6,1
Hörður Björgvin Magnússon 6,1
Ísak Bergmann Jóhannesson 6
Alfons Sampsted 5,3

Fengu einkunnir fyrir tvo leiki:
Mikael Anderson 6,5
Andri Lucas Guðjohnsen 5,5
Sveinn Aron Guðjohnen 5,5

Fengu einkunn fyrir einn leik:
Guðlaugur Victor Pálsson 8
Alfreð Finnbogason 6
Albert Guðmundsson 5
Brynjar Ingi Bjarnason 4
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner