Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
banner
   lau 05. október 2024 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir´fyrirliði Breiðabliks var að vonum kampakát er hún mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir viðureign Breiðabliks og Vals fyrr í dag á N1-vellinum að Hlíðarenda. Úrslit leiksins 0-0 þýddu að Breiðablik var orðið Íslandsmeistari og því sannarlega ástæð til þess að gleðjast.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Mér finnst við eiga þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna svo hart að þessu frá því á fyrstu æfingu í nóvember. Ég svíf því um á bleiku skýi.“

Leikurinn í dag fer eflaust ekki í sögubækurnar fyrir fótboltann sem í honum var spilaður en fyrst og fremst var hart barist. Nokkuð sem ekki nokkur maður mun þó minnast er fram í sækir.

„Mér fannst við geta nýtt sóknirnar okkar aðeins betur og augnablik í síðari hálfleik. Kannski ekki leikur fyrir augað en það var komin smá háspenna í lokin sem var örugglega fínt fyrir áhorfendur. En við náðum að læsa teignum okkar mjög vel og fannst mér ekki mikil hætta þó þær hafi fjölgað frammi. En mér er bara slétt sama hvernig þessi leikur fór og er bara ánægð að þetta hafi endað svona. “

Einokun Vals sem unnið hefur Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár er rofin. Var eitthvað extra sætt að klára þetta á þeirra heimavelli?

„Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn að við myndum klára þetta hér. Það gerir það bara ennþá sætara. Það er mjög gaman að spila hérna, frábær stúka sem er nálægt vellinum.“

Sagði Ásta en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Þó skal tekið fram að fyrstu 20 sekúndur viðtalsins eru hljóðlausar vegna tengslaleysis við hljóðnema.
Athugasemdir
banner
banner