Guðmundur Þórarinsson byrjaði á varamannabekknum í þægilegum 0-3 sigri FC Noah í 8-liða úrslitum armenska bikarsins í dag.
Noah heimsótti FC Gandzasar og misstu heimamenn leikmann af velli með rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vahagn Hayrapetyan braut af sér innan vítateigs og fékk rautt spjald að launum.
Matheus Alas skoraði úr vítaspyrnunni og útkljáðu liðsfélagar hans viðureignina með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks.
Noah hefur aðeins einu sinni unnið armenska bikarinn, árið 2020, og er komið með annan fótinn í undanúrslitin eftir þennan sigur. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Noah.
Pyunik Yerevan, Van og Ararat-Armenia sigruðu einnig fyrri leikina í 8-liða úrslitum.
FC Gandzasar 0 - 3 FC Noah
Athugasemdir