„Við ætluðum að spila sóknarleik við sáum það á uppstillingunni og vorum djarfir og spiluðum stórkostlegan sóknarleik og áttum hrikalega mikið af færum, góðum sóknarlotum, góðar tímasetningar og góð hlaup og alltaf verið að spila yfir þriðja manninn og við vorum að skapa fullt þar sem að vantaði þessa síðustu sendingu. “
Sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari u21 landsliðs karla um sóknarleik sinna pilta í dag.
Sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari u21 landsliðs karla um sóknarleik sinna pilta í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 2 Eistland
Næsta verkefni liðsins er erfiður leikur við Slóvakíu næstkomandi þriðjudag en spilamennskan og úrslitin hljóta að vera gott veganesti fyrir þann leik?
„Já ekki spurning og var bara virkilega góður leikur. Við vitum að það verður erfiður leikur á móti Slóvakíu þeir eru hrikalega massíft lið,líkamlega sterkt lið. Það verður öðruvísi leikur, þeir spila mikið af löngum boltum og svona power play.“
Aron Snær Friðriksson markvörður Fylkis og Arnór Sigurðsson leikmaður CSKA Moskvu léku báðir sinn fyrsta leik í dag og stóðu sig vel.
„Já ekki spurning og bara allt liðið var virkilega gott. Tímasetningar og hlaupaleiðir voru góðar og mikil hreyfing á liðinu og við vorum að dobbla á þá á köntunum og gerðum það bara virkilega vel,“
Sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 Landsliðs karla en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.“
Athugasemdir