Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. nóvember 2022 20:25
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar: Ég er stoltur af öllum þessum 100 leikjum
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Heilt yfir þá er ég bara ánægður með það hvernig þessi leikur spilaðist," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 1-0 tap gegn Sádi-Arabíu í vináttulandsleik í dag. Hann var í viðtali við miðla KSÍ.

„Við náðum ekki mörgum æfingum saman og ég hef ekki spilað með mörgum af þessum leikmönnum áður. Ég er mjög ánægður með hvernig leikurinn þróaðist og við fengum færi til að jafna þennan leik. Það hefði verið virkilega sterkt."

Lestu um leikinn: Sádi-Arabía 1 -  0 Ísland

„Við aukum breiddina inn í þennan landsliðshóp og það eru flottir strákar sem eru að spila á Íslandi sem að voru að standa sig vel í dag."

Aron spilaði sinn 100. landsleik í dag en árið 2008 lék hann sinn fyrsta landsleik.

„Þetta er mikill áfangi, ég er stoltur af öllum þessum 100 leikjum. Mér var hugsað einmitt til þess að það er helvíti langt síðan ég spilaði minn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi á Möltu. Ég ætla að ná fleiri leikjum en þetta snýst ekki um sjálfan mig. Þetta snýst um að bæta landsliðið og miðla minni reynslu inn í þennan hóp. Ég tel mig vera mikilvægan í að hjálpa liðinu að taka næstu skref því ég bý yfir mikilli reynslu í landsliðsfótbolta," sagði Aron Einar.

Hann segist sjá stíganda hjá liðinu og er spenntur fyrir framtíðinni, viðtalið má sjá í heild hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner