Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mán 07. janúar 2019 09:54
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin kynntur hjá Val í dag
Gary Martin er fyrrum leikmaður Víkings og KR.
Gary Martin er fyrrum leikmaður Víkings og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals munu í dag kynna Gary Martin sem nýjan leikmann félagsins, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Valur þarf að fylla skarð Patrick Pedersen, besta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, sem gekk til liðs við FC Sheriff fyrr í vetur. Liðið missti einnig Tobias Thomsen.

Sóknarmaðurinn reyndi Garðar Gunnlaugsson kom til Vals frá ÍA í vetur og sóknarleikmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu frá ÍBV.

Gary Martin, sem er 28 ára, staðfesti það í nóvember að hann myndi ekki ganga til liðs við KR en hann lék með Vesturbæjarliðinu við góðan orðstír frá 2012 til 2015.

Martin kemur til Vals frá norska liðinu Lilleström. Hann fékk takmörkuð tækifæri með liðinu á síðustu leiktið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner