Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man Utd og Leicester: Dorgu beint í liðið - 15 ára á bekknum
Mynd: Man Utd
Fjórða umferð enska bikarsins hefst í kvöld með leik Man Utd gegn Leicester.

Ruben Amorim gerir tvær breytingar á sínu liði sem tapaði 2-0 gegn Crystal Palace í síðustu umferð deildarinnar. Patrick Dorgu gekk til liðs við félagið frá Lecce á dögunum og hann kemur beint í liðið fyrir Lisandro Martinez sem er á meiðslalistanum. Þá kemur Rasmus Höjlund inn fyrir Alejandro Garnacho.

Hinn 18 ára gamli Ayden Heaven sem gekk til liðs við félagið frá Arsenal er á bekknum.

Ruud van Nistelrooy gerir fjórar breytingar á liði Leicester sem tapaði 4-0 gegn Everton. Jannik Vestergaard, Victor Kristiansen, Harry Winks og Jamie Vardy fara út fyrir Caleb Okoli, Luke Thomas, Wilfred Ndidi og Patson Daka.

Jeremy Monga er á bekknum en hann er 15 ára gamall sóknarmaður.

Man Utd: Onana, Mazraoui, Maguire, Fernandes, Hojlund, Dorgu, Yoro, Amad, Dalot, Ugarte, Mainoo.
Varamenn: Graczyk,De Ligt, Heaven, Lindelof, Casemiro, Collyer, Eriksen, Garnacho, Zirkzee.

Leicester: Hermansen, Justin, Okoli, Faes, Thomas, Soumare, Ndidi, El Khannouss, De Cordova-Reid, Ayew, Daka.
Varamenn: Stolarczyk, Coulibaly, Coady, Winks, Skipp, Buonanotte, McAteer, Monga, Mavididi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner