
„Ég hef tekið þátt í alls konar rugli áður og þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður upplifir svona leiðindi," sagði Jon Daði Böðvarsson framherji íslenska landsliðsins eftir 6-0 tapið gegn Sviss í Þjóaðdeildinni í kvöld.
„Við vitum allir sem einn að þetta var ömurlegt í dag. Það þýðir ekki að dvelja of lengi við það. Við þurfum að skoða þennan leik og rífa okkur í gang."
„Við vitum allir sem einn að þetta var ömurlegt í dag. Það þýðir ekki að dvelja of lengi við það. Við þurfum að skoða þennan leik og rífa okkur í gang."
Lestu um leikinn: Sviss 6 - 0 Ísland
„Við vorum ekki líkir okkur sjálfum. Íslenska landsliðið er gott skipulag, karakter og góður varnarleikur, Það var ekki til staðar í dag."
„Standardinn var ekki nægilega góður í dag og við þurfum að horfa í spegil hver og einn og sjá hvað við gerum gert betur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir