Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 09. janúar 2019 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergs: Hvatti Geir til að endurskoða ákvörðun sína
Guðni Bergsson ræddi við Geir Þorsteinsson í síma korteri fyrir útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardaginn. Í þættinum lýsti Geir því yfir að hann muni bjóða sig gegn honum á næsta ársþingi KSÍ.
Guðni Bergsson ræddi við Geir Þorsteinsson í síma korteri fyrir útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardaginn. Í þættinum lýsti Geir því yfir að hann muni bjóða sig gegn honum á næsta ársþingi KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ í febrúar.
Geir Þorsteinsson ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ í febrúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson formaður KSÍ er í ítarlegu viðtali við podcastþáttinn Miðjuna á Fótbolta.net sem verður birt í dag. Í þættinum ræddi Guðni um þá ákvörðun Geirs Þorsteinssonar forvera hans embætti að bjóða sig fram gegn honum á ársþingi KSÍ í febrúar.

Guðni segir frá því í viðtalinu að hann hafi rætt við Geir stundarfjórðungi áður en sá síðarnefndi tilkynnti ákvörðun sína opinberlega og hvatt hann til að endurskoða ákvörðun sína.

„Það var óvænt að slíkt skyldi gerast en ég hafði frétt af því að hann væri að tala við fólk í hreyfingunni og velta þessu fyrr sér," sagði Guðni í viðtalinu við Miðjuna á Fótbolta.net.

„Ég ræddi þetta við hann þegar ég hafði heyrt þennan orðróm um mánaðarmótin nóvember/desember og þá var hann erlendis og sagðist ætla að kíkja til mín í desember sem hann gerði ekki. Ég heyrði í kringum mig að þetta væri á döfinni og átti erfitt með að trúa að hann skyldi láta slag standa," sagði hann.

Geir mætti svo í útvarpsþáttinn Fótbolta.net í hádeginu á laugardaginn og tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram gegn Guðna. Stundarfjórðungi áður heyrðust þeir í síma og Guðni hvatti hann til að endurskoða ákvörðun sína.

„Korteri fyrir viðtalið hringdi hann í mig og við ræddum þetta stuttlega. Ég hvatti hann til að endurskoða þessa ákvörðun og hugsa þetta betur," sagði Guðni.

„Í mínum huga ætti hann hafa hag sambandsins og hreyfingarinnar að leiðarljósi. Ég tel að það sé ekki hreyfingunni til hagsbóta að heiðursformaður fari gegn sitjandi formanni. Hann á frekar að sameina okkur en að sundra með því að fara í kosningu með öllu sem því fylgir. Það er hætt við að það skapist sundrung og átök."

Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Þar verður kosið um formann KSÍ.

Viðtalið birtist í heild sinni á Fótbolta.net klukkan 11:00 í dag og einnig í öllum helstu hlaðvarpsþjónustum.
Athugasemdir
banner
banner
banner