City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   sun 09. maí 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar Toddi að sætta sig við það að stjórnin ráði hvort Sölvi spili?
Rúnar Páll og Þorvaldur Örlygs
Rúnar Páll og Þorvaldur Örlygs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað í fyrra
Fagnað í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll og Óli voru saman þjálfarar í fyrra
Rúnar Páll og Óli voru saman þjálfarar í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að annarri frétt af þremur um Sölvamálið svokallaða þennan sunnudaginn. Í stuttu máli er hægt að útskýra Sölvamálið á þann hátt að stjórn Stjörnunnar hafi bannað Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara liðsins, að nota Sölva Snæ Guðbjargarson, leikmann liðsins, í upphafi móts. Eina sem unnið er með í þessu máli eru sögusagnir. Hvorki Rúnar né stjórnarmenn hafa staðfest þær að svo stöddu.

Sölvi er efnilegur leikmaður en samningur hans rennur út eftir tímabilið. Rúnar á að hafa, samkvæmt sögusögnum, fengið þau skilaboð að spila Sölva ekki en Rúnar setti Sölva inn á gegn Leikni í fyrstu umferð um síðustu helgi. Rúnar fékk skammir í hattinn fyrir, það fyllti mælinn hjá Rúnari og hann ákvað að segja af sér á miðvikudag. Þorvaldur Örlygsson er nú einn aðalþjálfari liðsins.

Lestu meira um málið:
Grafalvarlegt mál, þvæla, stælar og bull - Stjórnarmenn hringi í Sölva og biðji hann afsökunar

Fyrrum leikmaður Stjörnunnar og fyrrum þjálfari Stjörnunnar voru sérfræðingar Guðmundar Benediktssonar í Pepsi Max-stúkunni í gær. Þeir Baldur Sigurðsson og Ólafur Jóhannesson voru spurðir út í uppsögn Rúnars.

Vondar fréttir fyrir Stjörnuna
Af hverju er Rúnar hættur?

„Þetta eru stórar fréttir og koma svakalega á óvart. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Stjörnuna. Ég fullyrði það. Þeir búa reyndar vel að hafa Þorvald, hann er reynsluhundur í þessu en það að Rúnar þurfi að hætta svona það er dapurt,“ sagði Óli.

„Ef einhver í stjórn ætlar að hafa áhrif á það hvernig liðið er valið þá finnst mér þetta galið og þá skil ég Rúnar fullkomlega að hafa gengið frá þessu,“ sagði Gummi.

„Ég er sammála því, við heyrum allir þessa sögu sem er í gangi og ef þetta er rétt þá er þetta mjög vont fyrir Stjörnuna og vont fyrir umhverfið sem er leikmenn, þjálfarar og stjórn. Ég spilaði hjá Rúnari í fjögur ár og var fyrirliði allan tímann."

„Eitt sem er hægt að segja um Rúnar, fyrir utan hvað hann er góður þjálfari, er að ég veit ekki um marga þjálfara á Íslandi sem elska félagið sitt jafnmikið og hann gerir. Ég meina það af fullri alvöru og það að hannn skuli segja upp þegar það er einn leikur búinn af tímabilinu þýðir að eitthvað mikið er búið að ganga á. Ég trúi bara ekki öðru,“
sagði Baldur.

Ætlar Þorvaldur að sætta sig við að stjórnarmenn ráði liðsvali?

„Ég fer að velta fyrir mér núna, Þorvaldur Örlygsson er tekinn við, ætlar hann að sætta sig við að stjórn Stjörnunnar segi honum hverjir megi spila og hverjir ekki?“ spurði Gummi.

„Það er prinsipp í þessu að þjálfarinn ræður. Það er það versta við þetta að þessir stjórnarmenn hafa allir miklar skoðanir og það er stundum svolítið þreytt. Þú stendur með þínum þjálfara, þjálfarinn ræður hver er í liðinu og hver spilar."

„Ef þú ert ósáttur við það skaltu reka hann, þú átt ekki að segja honum hvað hann á að gera. Þá skaltu bara reka hann og taka við sjálfur. Ég held að þetta hafi verið meira en bara Sölvamálið. Ég trúi því að það sé meira sem liggi þar að baki, þó það hafi fyllt mælinn hjá Rúnari.“

„Svo er það annað mál, geta menn ekki sest niður og talað saman án þess að það fari allt í hund og kött? Ef það finnst ekki lausn þá hlýðiru bara þjálfaranum, þá nærðu bestum árangri. Að enda þetta svona finnst mér ömurlegt,"
sagði Óli.

Stjarnan heimsækir Keflavík í 2. umferð klukkan 19:15 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner