Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garnacho snýr aftur í hópinn - Rashford ekki sjáanlegur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Tottenham annað kvöld á útivelli í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

United vann 1-2 útisigur á Manchester City um helgina og var stærsta sögulínan í kringum þann leik fjarvera þeirra Marcus Rashford og Alejandro Garnacho.

Rúben Amorim, stjóri United, vill fá meira frá sóknarmönnunum sínum og ákvað að stóla á aðra gegn City.

Samuel Luckhurst hjá ManchesterEveningNews fjallar um það í dag að Garnacho hafi ferðast með hópnum til London í dag en Rashford hafi ekki verið sjáanlegur.

„Við erum betri með Marcus Rashford. Þetta félag þarf stóra hæfileika og hann er með stóra hæfileika," sagði Amorim á fréttamannafundi.

Portúgalski stjórinn sagði að það komi til greina að Rashford spili gegn Tottenham í deildabikarnum á morgun. Miðað við tíðindin sem bárust núna seinni partinn er ansi ólíklegt að Rashford verði í hópnum á morgun. Enskir miðlar fjölluðu um það í gær að Rashford hefði verið sendur heim af æfingasvæði félagsins vegna veikinda á æfingu mánduagsins. Hann var svo í fríi í gær. Það gæti því verið að hann ferðist einn til London.

Rashford ræddi við blaðamanninn Henry Winter í gær og sagði frá því að hann vær tilbúinn í nýja áskorun. Rashford er þessa dagana orðaður í burtu frá United.

„Það er rétt að hann þarf nýja áskorun. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu en ég vona að allir mínir leikmenn séu tilbúnir," sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner