Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband af sigurmarki United vekur athygli - Kallaði sendinguna áður en hún kom
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eins og langflestir vita vann Manchester United 1-2 útisigur á Manchester City á sunnudag. Það var Amad Diallo sem reyndist hetja United með því að krækja í vítaspyrnu og skora svo sigurmarkið undir lok leiks. Mörkin komu á tæplega tveggja mínútna kafla.

Eftir leik hefur myndband af sigurmarkinu farið víða á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu sést Rúben Amorim, stjóri United, segja „Amad" áður en Lisandro Martínez kom með stungusendingu inn fyrir vörn City.

Amad komst í boltann, lyfti boltanum yfir Ederson í marki City og kom boltanum í netið. Opinber reikningur úrvalsdeildarinnar, Premier League á X hefur birt klippta útgáfu af myndbandinu og má sjá það hér að neðan.


Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Athugasemdir
banner
banner
banner