Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegt tímabil hjá Svíþjóðarmeistaranum - „Spilar alltaf vel"
Icelandair
'Hún hefur sýnt það í landsleikjunum á þessu ári hvað góð spilamennska með félagsliði getur hjálpað þér líka í landsliði'
'Hún hefur sýnt það í landsleikjunum á þessu ári hvað góð spilamennska með félagsliði getur hjálpað þér líka í landsliði'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það skiptir engu máli hvaða stöðu hún spilar, hún spilar alltaf vel.'
'Það skiptir engu máli hvaða stöðu hún spilar, hún spilar alltaf vel.'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir varð á dögunum sænskur meistari í þriðja sinn þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð Rosengård að stigum. Það eru fjórar umferðir eftir af deildinni en Rosengård er með fjórtán stiga forskot á toppnum; með fullt hús stiga eftir 22 umferðir.

Markatala liðsins er 89:6, liðið skorar því að meðaltali fjögur mörk í leik og fær að meðaltali á sig mark á 330 mínútna fresti. Guðrún er byrjunarliðsmaður í þessu langbesta liði sænsku deildarinnar og hefur sjálf skorað þrjú mörk á tímabilinu.

Guðrún var fengin til Rosengård frá Djurgården um mitt sumar 2021 þegar Glódís Perla Viggósdóttir fór til Bayern. Hún varð meistari á sínum fyrstu tveimur tímabilum með liðinu.
Síðasta tímabil var algjörlega úr takti miðað við árin á undan og endaði Rosengård í sjöunda sæti deildarinnar.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í sænska meistarann á fréttamannafundi í dag.

„Það hefur verið frábært að fylgjast með henni. Hún hefur spilað gríðarlega vel og hún hefur sýnt það í landsleikjunum á þessu ári hvað góð spilamennska með félagsliði getur hjálpað þér líka í landsliði. Það skiptir engu máli hvaða stöðu hún spilar, hún spilar alltaf vel."

„Það hjálpar okkur alltaf þegar leikmönnum líður með félagsliði en það getur líka virkað í hina áttina. Við þurfum að hugsa um okkur þannig að leikmönnum líði vel í okkar umhverfi sama hvað bjátar á hinum megin. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með Guðrúnu og hún hefur staðið sig virkilega vel."

„Tölfræðin í kringum Rosengård er frábær. Varnarleikurinn þeirra er gríðarlega sterkur. Liðið fær eiginlega ekkert af mörkum á sig og skorar gommu af mörkum. Þessar miklu breytingar (á liðinu) á milli ára eru mjög eftirtektarverðar."


Finnst Steina að Guðrún eigi að taka skref upp á við og fara í sterkari deild?

„Henni líður held ég vel þarna. Þegar ég talaði við hana um daginn þá leið henni mjög vel. Hún klárar þetta tímabil og svo kemur þetta í ljós. Hún á fullt eftir og er að bæta sig. Hún getur tekið eitthvað gott skref fram á við en það þarf að vera eitthvað sem hentar henni vel, (hún þyrfti þá að) fara til liðs og þjálfara sem hefur mikla trú á henni," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner