
„Bara svona allskonar tilfinningar eiginlega. Mér fannst svekkjandi að leikurinn riðlaðist svolítið mikið við skiptingar og við þurftum að gera mikið af skiptingum og breyta liðinu svolítið mikið og bregðast við þannig. Þannig svekkjandi að geta ekki fylgt því sem við lögðum upp með fyrir leikinn og halda því út allan leikinn," sagði Arnar Páll Garðarsson, annar af þjálfurum KR eftir 3-0 tap gegn Val í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 KR
Næsti leikur KR er á Akureyri gegn Þór/KA á þriðjudaginn í Bestu deildinni.
„Það leggst bara mjög vel í okkur. Við vitum alveg hvernig staðan er og hvernig staðan er á hópnum og hvernig hefur gengið. En ég held að svona allir sem eru að horfa á okkar leik og við þjálfararnir og þjálfarateymið og leikmenn, við finnum alveg að það er stígandi í þessu og við höfum bara ofboðslega mikla trú á þessu. Það hefði verið auðvelt að mæta hérrna í 8-liða úrslit í bikarnum á móti Val og bara leggjast niður og gefast upp. En ég held að það hafi ekki verið staðan í okkar liði í dag," sagði Arnar Páll að lokum.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.