Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. nóvember 2022 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag ræðir við ráðamenn í dag
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mun hitta ráðamenn hjá Manchester United í dag til að ræða viðeigandi refsingu fyrir Cristiano Ronaldo eftir viðtalið hans við Piers Morgan. Það er Telegraph sem greinir frá þessu.

Yfirmaður fótboltamála John Murtough og stjórnarformaðurinn Richard Arnold munu vera á fundinum og þá gæti Joel Glazier, einn af eigendum félagsins, verið hluti af samtalinu.

Viðtalið við Ronaldo verður birt í heild sinni seinna í vikunni en brot úr viðtalinu voru birt í gær. Þar talar Ronaldo um ýmsa hluti, gagnrýnir félagið, sagðist ekki hafa neina virðingu fyrir Ten Hag og ýmislegt fleira.

Félagið hefur til þessa neitað að tjá sig um viðtalið en eru að vinna bakvið tjöldin þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner