þri 15. nóvember 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bonucci: Ronaldo er frábær manneskja
Mynd: EPA

Leonardo Bonucci fyrirliði ítalska landsliðsins undirbýr sig fyrir æfingaleiki gegn Albaníu og Austurríki en Ítalíu mistókst að vinna sér sæti á HM í Katar.


Liðið tapaði óvænt gegn Norður Makedóníu í umspilinu.

„Fyrir viku síðan spurði einn samherji mig hvernig ég hefði það að vera ekki að fara á HM. Ég sagði við hann að ég upplifði sorg en eina sem við getum gert að að byggja upp góða framtíð," sagði Bonucci.

„Fótboltinn er eins og lífið, þú færð tækifæri til að byrja upp á nýtt. Við horfum á EM 2024 og þeir sem yngri eru á HM 2026."

Bonucci var spurður út í mál Cristiano Ronaldo en þeir léku saman hjá Juventus frá 2018-2021.

„Ég fann til með honum að lesa þetta, það er aldrei auðvelt þegar eitthvað kemur upp á. Ég get ekki talað um þetta því ég veit ekki hvað gerðist. Ég átti nokkur góð ár með honum, hann er frábær manneskja og í svona keppnum kemur eitthvað meira út úr honum," sagði Bonucci.

Hann spáir þó ekki Portúgal sigri á HM heldur Argentínu eða Brasilíu. Hann mun halda með þeim þjóðum þar sem hann á nokkra liðsfélaga úr Juventus þaðan.

„Þeir eru einstakir strákar og frábærir leikmen, ég sagði þeim að úrslitaleikurinn yrði Brasilía - Argentína, við sjáum til hvað gerist," sagði Bonucci.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner