„Þegar þú skorar á lokamínútu uppbótartíma þá er það sætt. Miklar tilfinningar sem brjótast út. Þetta var búið að vera mjög jafnt og stefndi bara í 0-0. Stig á hvort á liðið er sanngjörn niðurstaða en það er aldrei spurt að því í fótbolta," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur gegn Þór/KA.
Sigurmarkið kom á 93. mínútu eftir eina af örfáum sóknum Stjörnunnar í seinni hálfleik.
Sigurmarkið kom á 93. mínútu eftir eina af örfáum sóknum Stjörnunnar í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 1 Stjarnan
„Geggjað hvað við vinnum inn þetta mark, fyrst og fremst sú frammistaða. Við lögðum upp með að vera svolítið þéttar og sýna liðsheild og ég held að það hafi skilað þessu marki."
Kristján var spurður út í hvað þær Chante Sandiford í markinu og fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir gera fyrir liðið. Svör hans við þeim spurningum sem og viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Heiða Ragney Viðarsdóttir var að spila gegn sínum fyrrum liðsfélögum í Þór/KA og átti stóran þátt í sigurmarkinu.
„Mér fannst hún standa sig mjög vel. Varnarlega er hún að komast í réttan gír. Hún var svolítið frá í vetur og erum að spila henni inn. Ég held að hún leggi upp þetta mark af mikilli yfirvegun. Ég á von á enn betri hlutum í framhadinu."
Kristján var að lokum spurður út í köll sín inn á völlinn í leiknum og stöðuna á þeim Anítu Ýr Þorvaldsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur sem hafa ekki verið með í byrjun móts.
Athugasemdir