Sterkt byrjunarlið Everton mætti til leiks í æfingaleik gegn Celtic í Ástralíu í dag.
Frank Lampard er með mikið af lykilmönnum í leikmannahópinum sínum þrátt fyrir að HM sé nýfarið af stað í Katar.
Þrátt fyrir að tefla fram sterku byrjunarliði virtust lærisveinar Lampard varla eiga möguleika gegn skosku meisturunum.
Celtic gjörsamlega stjórnaði leiknum en tókst ekki að setja boltann í netið þar sem Asmir Begovic átti stórleik.
Að lokum þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Everton vann 4-2.
Byrjunarlið Everton: Begovic, Keane, Mina, Tarkowski, Patterson, Doucoure, Price, Mykolenko, Gordon, Gray, Maupay
Everton 0 - 0 Celtic
4-2 eftir vítaspyrnukeppni
Það fóru nokkrir aðrir æfingaleikir félagsliða fram í dag og má sjá helstu úrslit hér fyrir neðan.
Hertha Berlin 1 - 1 Grazer AK
Basel 0 - 0 Sandhausen
A. Klagenfurt 2 - 1 1860 München
UTA Arad 2 - 1 Vojvodina