Atli Arnarson, leikmaður HK, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
Atli, sem er 28 ára, er að fara inn í sitt fjórða tímabil með HK en hann kom til félagsins frá ÍBV árið 2019.
Sauðkrækingurinn spilaði 18 leiki fyrir HK í Lengjudeildinni í deild- og bikar í sumar og skoraði 5 mörk er HK komst aftur upp í Bestu deildina.
Hann skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við HK og mun því taka slaginn í Bestu deildinni á næsta ári.
Atli hefur einnig spilað fyrir Tindastól og Leikni R og á 103 leiki í efstu deild.
Athugasemdir