Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. nóvember 2022 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps ætlar ekki að kalla annan framherja inn í hópinn
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist ekki ætla að kalla inn leikmann í stað Karim Benzema, en framherjinn tilkynnti í gær að hann færi ekki á HM vegna meiðsla.

Frakkar hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum fyrir mótið en Christopher Nkunku, Presnel Kimpembe, Mike Maignan, N'golo Kanté og Paul Pogba verða ekki með.

Nkunku meiddist á æfingu landsliðsins á dögunum og dró sig úr hópnum og þá tilkynnti Benzema í gær að hann gæti ekki spilað vegna meiðsla.

Deschamps ætlar ekki að fá inn leikmann fyrir Benzema, en talið var líklegt að Wissam Ben Yedder gæti komið inn.

Ben Yedder, sem hefur spilað feykivel með Mónakó síðustu ár, er í Doha í Katar í fríi og var talinn líklegastur til að koma inn í hópinn, en nú er ekki útlit fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner