Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. nóvember 2022 14:07
Brynjar Ingi Erluson
Firmino sá besti sem Van Dijk hefur spilað með hjá Liverpool
Virgil van Dijk elskar að spila með Roberto Firmino
Virgil van Dijk elskar að spila með Roberto Firmino
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino er sá besti sem hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur spilað með hjá Liverpool, en hann talaði afar vel um liðsfélaga sinn í hlaðvarpsþættinum Pitch Side á dögunum.

Van Dijk, sem kom til Liverpool í byrjun árs 2018, hefur spilað með mörgum frábærum leikmönnum hjá félaginu.

Mohamed Salah, Thiago, Andy Robertson, Sadio Mane og Trent Alexander-Arnold eru á meðal þeirra en það er þó annar leikmaður sem hefur staðið upp úr að mati Van Dijk; Roberto Firmino.

„Ég myndi segja að það væri Bobby Firmino. Vitandi það hversu erfitt það er að spila gegn honum sem varnarmaður því hann er alltaf í djúpinu. Ég myndi segja að það væri hann en ég hef líka notið þess að spila með Mo Salah, Sadio Mane og auðvitað Thiago,“ sagði Van Dijk.

Firmino hefur skorað 107 mörk í 438 leikjum með Liverpool frá því hann kom frá Hoffenheim fyrir rúmum sjö árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner