Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. nóvember 2022 12:20
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar ekki að framlengja við Oxlade-Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður Liverpool, mun yfirgefa félagið næsta sumar er samningur hans rennur sitt skeið en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Enski miðjumaðurinn hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool síðustu ár en hann kom til félagsins frá Arsenal fyrir fimm árum.

Meiðslavandræði hans hafa mikið um það að segja. Hann átti gott fyrsta tímabil með liðinu en meiddist illa og var frá í ár og spilaði aðeins fáeinar mínútur á öðru árinu.

Hann hjálpaði Liverpool að vinna ensku úrvalsdeildina á þriðja tímabili sínu en það var sama sagan tímabilið eftir og meiddist hann aftur.

Englendingurinn var mikið frá í byrjun á þessari leiktíð vegna meiðsla aftan í læri en er nú mættur aftur.

Samningur hans rennur út á næsta ári og mun Liverpool ekki framlengja samning hans samkvæmt Fabrizio Romano. Honum er því frjálst að ræða við önnur lið í janúar.

Liverpool ætlar að fjárfesta í miðsvæðinu næsta sumar en Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, er sagður efstur á lista hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner