Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. apríl 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 11. sæti
Úr leik hjá Leikni F. síðasta sumar.
Úr leik hjá Leikni F. síðasta sumar.
Mynd: Raggi Óla
Brynjar Skúlason var ráðinn þjálfari Leiknis.
Brynjar Skúlason var ráðinn þjálfari Leiknis.
Mynd: Getty Images
Povilas Krasnovskis.
Povilas Krasnovskis.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

11. Leiknir F.
Leiknir frá Fáskrúðsfirði lék síðast í Inkasso-deildinni 2017. Á fyrsta ári eftir fall úr Inkasso lenti liðið í miklu basli síðasta sumar og var ekki langt frá því að falla beint niður í 3. deild. Á síðustu leiktíð hafnaði Leiknir í tíunda sæti, einu stigi frá falli.

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason tók við Leikni eftir síðustu leiktíð. Brynjar hefur gert frábæra hluti með Hugin undanfarin ár og það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með Leikni. Hann tekur við af Viðari Jónssyni sem hafði þjálfað Leikni frá 2014 og gert frábæra hluti.

Styrkleikar: Þjálfarabreytingar hafa orðið hjá Leikni en liðinu tókst að fá Brynjar Skúlason frá Hugin. Brynjar gerði frábæra hluti með Hugin. Hann hefur fengið nokkra leikmenn með sér frá Hugin. Þeir þekkja hann og hans áherslur. Ungir leikmenn hafa fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu og í hópnum eru heimamenn eða leikmenn sem hafa áður spilað fyrir félagið. Það er hið besta mál.

Veikleikar: Liðið vann ekki einn leik á útivelli í 2. deildinni síðasta sumar. Það er ekki boðlegt. Það var alltof mikill óstöðugleiki á liðinu í fyrra. Það náði aldrei að tengja saman tvo sigra. Hópurinn er ekki mjög breiður og ef leikmenn bætast við á síðustu dögunum fyrir mót fá þeir ekki mikinn tíma til að spila sig saman. Mikilvægir leikmenn hafa horfið á braut.

Lykilmenn: Almar Daði Jónsson, Darius Jankauskas, Povilas Krasnovskis.

Gaman að fylgjast með: Devin Morgan. Bandarískur miðvörður sem lék síðast með Södertalje FK í Svíþjóð. Hann verður að eiga gott sumar.

Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis F.:
„Spáin kemur mér svo sem ekkert rosalega á óvart. Við höfum að ég held aldrei getað spilað okkar besta liði í vetur þar sem meiðsli og ferðalög leikmanna hafa verið okkur frekar óhagstæð. Og úrslitin hafa svo sem ekki verið frábær heldur þó svo að við höfum spilað á margan hátt vel en við höfum átt erfitt með að skora og verið að fá á okkur frekar klaufaleg mörk. Markmið okkar eru stærri og meiri en að enda í 11. sæti og falla. Það er alveg klárt. Hver þau verða nákvæmlega verður bara að koma í ljós þegar hópurinn er full mannaður og við sjáum betur hvað við erum með í höndunum. Við eigum von á því að fá einhvern liðsstyrk enda veitir ekki af því. Þeir ungu leikmenn sem hafa verið að spila í vetur hafa verið að standa sig með prýði en við höfum verið mjög fáir oft á tíðum og verið með 12-14 manna hóp og strákar hafa verið að spila leiki þó þeir séu ekki 100% klarir í það. Svo vonandi fáum við 2-3 leikmenn til að stækka hópinn og auka samkeppni auk þess sem við förum vonandi að endurheimta tvo leikmenn sem eru búnir að vera meiddir í allan vetur."

Komnir:
Bergsteinn Magnússon frá Hugin
Blazo Lalevic frá Hugin
Devin Bye Morgan frá Svíþjóð
Guðjón Rafn Steinsson frá Þór
Pálmi Þór Jónasson frá Fjarðabyggð
Sólmundur Aron Björgólfsson frá Hugin
Tadas Jocys frá Hugin
Viktor Freyr Pálsson frá Grindavík

Farnir:
Atli Ásmundsson í KFG
Dagur Ingi Valsson í Keflavík
Garðar Logi Ólafsson í Ægi
Hilmar Bjartþórsson í Fram
Jeffrey Ofori til Danmerkur
Manuel Sanchez Galiano til Spánar
Mykolas Krasnovskis í Sindra
Robert Winogrodzki til Noregs

Fyrstu leikir Leiknis F.:
4. maí gegn ÍR (úti)
11. maí gegn Víði (heima)
18. maí gegn Dalvík/Reyni (úti)
Athugasemdir
banner
banner
banner