Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 23. nóvember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fullkomið dæmi um hvernig við viljum hafa uppbyggingu á okkar hópi"
Árni Marinó
Árni Marinó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær
Árni Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Marinó Einarsson náði að stimpla sig vel inn í marki Skagamanna á liðinni leiktíð. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði ÍA, meiddist illa snemma móts og Dino Hodzic varði mark liðsins í nokkrum leikjum. Dino náði ekki upp góðri frammistöðu og þá var leitað til hins unga Árna Marinós.

Árni Marinó hikstaði aðeins í byrjun en sýndi svo stöðuga frammistöðu undir lok tímabils og hjálpaði ÍA að halda sæti sínu í efstu deild. Hann æfði með U21 árs landsliðinu í haust og verður fróðlegt að sjá á hvorn markmanninn Skagamenn veðja fyrir næsta tímabil.

Árni Marinó er nítján ára og Árni Snær er þrítugur. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var spurður út í markvarðamálin.

„Samkeppnin horfir mjög vel við mér. Þetta er það sem við viljum, þetta er fullkomið dæmi um það hvernig við viljum hafa uppbyggingu á okkar leikmannahópi. Árni Snær er fyrirliði liðsins, öflugur markmaður og hefur verið mikilvægur fyrir okkur í mörg mörg ár," sagði Jói Kalli.

„Það er frábært að það sé komin samkeppni um þá stöðu frá ungum og uppöldnum markmanni frá okkur. Þetta er fullkomin staða, við viljum hafa samkeppni í öllum stöðum og Árni Marinó hefur gert frábærlega. Það er frábært að geta haft tvo svona öfluga markmenn, við viljum hafa svona blöndu í öllum leikmannahópnum."

„Við viljum hafa eldri og reyndari menn í bland við unga, kröftuga og viljuga stráka sem fá tækifæri til að spila ef þeir standa sig vel. Við höfum verið að gefa ungum strákum tækifæri snemma og við höldum því áfram."

„Þessi blanda er af hinu góða og við viljum hafa samkeppni í liðinu okkar,"
sagði Jói Kalli.

Sjá einnig:
„Stendur ekki og fellur á því hvort Óttar og Sindri hafi farið"
„Munum reyna allt sem við getum til þess að fá hann aftur til okkar"
Athugasemdir
banner
banner