Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. apríl 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 10. sæti
Dragan er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Fjarðabyggðar.
Dragan er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Fjarðabyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ragnar er enn í fullu fjöri með Fjarðabyggð.
Jóhann Ragnar er enn í fullu fjöri með Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nikola Kristinn Stojanovic.
Nikola Kristinn Stojanovic.
Mynd: Fjarðabyggð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

10. Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í 2. deildinni. Undanfarin tvö ár hefur liðið verið í miðjumoði. Samkvæmt spánni verða meiri vandræði núna hjá Fjarðabyggð.

Þjálfarinn: Dragan Stojanovic stýrir skútunni. Hann er mjög kunnugur staðháttum hjá Fjarðabyggð. Hann lék lengi með liðinu og er á leið inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari liðsins. Dragan, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, gerði nýjan samning við Fjarðabyggð síðasta sumar til 2020.

Styrkleikar: Fjarðabyggð náði að halda Milos Peric og Milos Vasilijevic, en þeir hafa verið sterkir fyrir liðið undanfarin tímabil. Þá hefur liðið styrkt sig varnarlega með því að fá Spánverjann Jesus Suarez og Serbann Dusan Zilovic. Það má búast við því að liðið verði sterkt varnarlega. Dragan er öflugur þjálfari og þekkir þessa deild vel.

Veikleikar: Það hafa orðið nokkuð miklar mannabreytingar frá síðasta tímabili. Aleksandar Stojkovic, markahæsti leikmaðurinn frá síðasta tímabili, er farinn og það þarf einhver að stíga upp í hans stað. Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu hefur ekki verið gott og tapaði liðið öllum fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Liðið endaði Lengjubikarinn með markatöluna 2:17. Svo virðist sem liðið þurfi að styrkja sig framarlega á vellinum.

Lykilmenn: Milos Peric, Jóhann Ragnar Benediktsson, Milos Vasiljevic.

Gaman að fylgjast með: Nikola Kristinn Stjojanovic. Leikmaður sem er fæddur 2000 en hefur verið að spila mikið undanfarin tvö tímabil.

Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar:
„Spáin kemur mér ekki á óvart. Miðað við gengi okkar í Lengjubikarnum þá kemur þetta ekki á óvart. Við erum með mjög ungt lið og í Lengjubikarnum og æfingaleikjum höfum við verið að gefa ungu strákunum tækifæri til að spreyta sig í fyrsta skipti í meistaraflokki. Er markmiðið ekki bara klassískt? Að gera betur en í fyrra. Við eigum von á frekari liðsstyrk. Við höfum misst marga frá því í fyrra og erum með mjög ungt lið eins og komið hefur fram, ungu leikmönnunum vantar hjálp til að þroskast og verða betri leikmenn, þess vegna erum við að leita eftir góðum styrk."

Komnir:
Dusan Zilovic frá Serbíu
Guðjón Máni Magnússon frá Breiðabliki (á láni)
Jesus Suarez frá ÍR
Ruben Ayuso Pastor frá Spáni

Farnir:
Adam Örn Guðmundsson
Aleksandar Stojkovic til Serbíu
Hákon Ívar Ólafsson
Javier Del Cueto til Spánar
Jose Pinera til Spánar
Mate Coric til Króatíu
Kristján Freyr Óðinsson í Hött/Hugin
Páll Hróar Helgason í Stjörnuna (var á láni)
Pálmi Þór Jónasson í Leikni F.

Fyrstu leikir Fjarðabyggðar:
4. maí gegn TIndastól (heima)
11. maí gegn Selfossi (úti)
18. maí gegn Völsungi (heima)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner