Nú um helgina tilkynnti KA að félagið hefði framlengt samninga sína við markverðina Kristijan Jajalo og Steinþór Má Auðunsson.
Jajalo er 34 ára markvörður frá Bosníu & Hersegóvínu sem kom fyrst til Íslands árið 2016 og lék með Grindavík. Óli Stefán Flóventsson fékk hann norður til Akureyrar fyrir tímabilið 2019 og varði hann mark liðsins í ellefu leikjum það sumarið og þrettán leikjum sumarið 2020.
Jajalo er 34 ára markvörður frá Bosníu & Hersegóvínu sem kom fyrst til Íslands árið 2016 og lék með Grindavík. Óli Stefán Flóventsson fékk hann norður til Akureyrar fyrir tímabilið 2019 og varði hann mark liðsins í ellefu leikjum það sumarið og þrettán leikjum sumarið 2020.
Jajalo meiddist fyrir síðasta tímabil og þá greip Stubbur, eins og Steinþór eru oftast kallaður, tækifærið og var í lok tímabilsins valinn besti leikmaður KA það tímabilið. Steinþór er 32 ára og er uppalinn hjá KA en hefur á sínum ferli einnig spilað með Magna, Þór, Völsungi og Dalvík/Reyni.
Stubbur byrjaði svo tímabilið sem aðalmarkvörður KA en missti sæti sitt til Jajalo í byrjun júlí.
Sindri Kristinn Ólafsson, einn af markvörðunum í landliðshópnum sem fer til Dúbaí eftir rúma viku til að spila vináttulandsleik við Sádí-Arabíu, var orðaður við KA í haust. Sindri er að renna út á samningi hjá Keflavík og hefur einnig verið orðaður við KR og FH. Sindri er 25 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Keflavík.
Athugasemdir