Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig
9. KFG
KFG úr Garðabænum fór upp úr 3. deildinni síðasta sumar. Baráttan var mjög hörð en að lokum var það KFG sem fór upp eftir sigurmark á 94. mínútu í lokaumferðinni. KFG er í fyrsta sinn að fara að spila í 2. deildinni.
Þjálfararnir: KFG er með þrjá þjálfara. Fyrrum landsliðsmaðurinn Lárus Guðmundsson er áfram við stýrið með bræðrunum Birni og Kristjáni Mássyni. Lárus hefur þjálfað KFG frá stofnun félagsins 2008 og hafa bræðurnir verið með honum frá 2016.
Styrkleikar: Í liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn sem eru staðráðnir í að sanna sig, í bland við eldri og reynslumeiri leikmenn. Sóknarleikur var aðalsmerki KFG í fyrra og þarf hann að vera í lagi í sumar. KFG hefur ekki misst mikið frá síðustu leiktíð, og hefur þess í stað bætt við sig leikmönnum.
Veikleikar: Sóknarleikurinn var aðalsmerki liðsins á meðan varnarleikurinn var ekki eins sterkur. Liðið fékk á sig 34 mörk á síðustu leiktíð og það er of mikið. Það verður áhugavert að sjá hvernig KFG tekst á við stökkið úr 3. deild og upp í 2. deild.
Lykilmenn: Jóhann Ólafur Jóhansson, Páll Hróar Helgason, Tómas Joð Þorsteinsson.
Gaman að fylgjast með: Veigari Páli Gunnarssyni. Reynsluboltinn spilaði 13 leiki með KFG síðasta sumar og skoraði átta mörk. Það verður fróðlegt að sjá hversu mikið hann kemur við sögu í sumar.
Lárus Guðmundsson, þjálfari KFG:
„Spáin kemur mér ekki á óvart. Það er ekkert sem mér kemur lengur á óvart þegar knattspyrna á í hlut. Markmiðið í sumar er að koma á óvart. Við eigum von á frekari liðsstyrk fyrir mót."
Komnir:
Antonio Tuta frá Snæfelli
Goran Jovanovski frá Kríu
Kormákur Marðarson frá Berserkjum
Ísak Breki Jónsson frá Þrótti V.
Páll Hróar Björnsson frá Stjörnunni (á láni)
Pétur Máni Þorkelsson frá KH
Snorri Páll Blöndal frá Stjörnunni
Tristan Freyr Ingólfsson frá Stjörnunni (á láni)
Farnir:
Baldvin Sturluson í Álftanes
Kári Steinn Hlífarsson í Aftureldingu
Fyrstu leikir KFG:
4. maí gegn Víði (úti)
11. maí gegn Dalvík/Reyni (heima)
17. maí gegn Þrótti V. (heima)
Athugasemdir