Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 29. júlí 2020 14:00
Fótbolti.net
„Mér líður miklu betur bæði líkamlega og andlega"
Sandra María í leik með Leverkusen í sumar.
Sandra María í leik með Leverkusen í sumar.
Mynd: Mirko Kappes
...náði að sannfæra mig að gefa þessu séns og síðan þá hef ég náð miklum árangri og mér líður miklu betur bæði líkamlega og andlega.
...náði að sannfæra mig að gefa þessu séns og síðan þá hef ég náð miklum árangri og mér líður miklu betur bæði líkamlega og andlega.
Mynd: Mirko Kappes
„Núna í tveggja mánaða pásunni vann ég rosalega vel í sjálfri mér, hef æft mjög vel, hugsað vel um mataræðið og slíkt. Eftir pásu hef ég spilað hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Ég upplifi mig í toppstandi," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen, í viðtali fyrir rúmum mánuði síðan.

Sæbjörn Þór Þórbergsson tók viðtalið við Söndru fyrir mánuði síðan og ræddi hann aftur við Söndru í hlaðvarpsviðtali fyrr í þessari viku. Viðtalið má hlusta á neðst í fréttinni.

Tók út kjöt og mjólkurvörur og fór að vigta allan mat
Sandra var spurð út í hverju hún hafi breytt í mataræðinu hjá sér.

„Síðustu tíu mánuði hef ég ákveðið að taka út allt kjöt og hef einnig minnkað neyslu á mjólkurvörum. Ég vildi sjá hvort það hentaði mér. Ég fann að mér leið miklu betur þegar ég var ekki að borða kjöt og neytti talsvert minna af mjólkurvörum. Ég sá hvað mataræði gæti gert mikið fyrir mann. Bæði upp á andlega heilsu og líkamlega þáttinn," sagði Sandra.

„Síðan fyrir 2-3 mánuðum þá langaði mig að taka þetta á næsta stig og sá mikið af fólki sem hafði verið að taka sig á. Ég skoðaði hvað ég gæti gert til að toppa sem íþróttamaður og ná eins langt og hægt er. Ég hafði því samband við Inga Torfa [Sverrisson] og spurði hann hvernig hans nálgun á mataræði væri. Ég var ekki sannfærð hvort það væri fyrir mig að vigta og mæla nákvæmlega það sem maður borðar allan daginn alla daga."

„Hann náði að sannfæra mig að gefa þessu séns og síðan þá hef ég náð miklum árangri og mér líður miklu betur bæði líkamlega og andlega. Eins og staðan er núna ætla ég að halda þessu áfram þegar ég fer aftur út [til Leverkusen]."


Sandra talar um bætta líðan andlega og líkamlega. Er hún einnig með þessu að reyna bæta við líkamlegan styrk sinn?

„Já algjörlega. þetta var hugsað fyrir fótboltann og ég mæli og vigta mig daglega. Ég sé því mun á vöðvamassa og fituprósentu. Ég er búin að sjá miklar framfarir í því og þetta virkar mjög vel fyrir mig persónulega. Ég finn það á vellinum hvað ég er miklu orkumeiri og ég næ að draga meira úr sjálfri mér. Eftir að ég byrjaði að vinna með honum byrjaði að ganga mjög vel í fótboltanum og ég tengi þetta við góðan árangur."

Meira úr viðtalinu:
„Kvennaliðið græðir rosalega mikið á því hvað karlaliðið er gott"
Sandra María: Þakklát fyrir að fá að upplifa drauminn
Sandra María: Þakklát fyrir að fá að upplifa drauminn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner