Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   lau 29. júlí 2023 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diljá spáir í 14. umferð Bestu kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel
Hafrún Rakel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla
Jasmín Erla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. umferð Bestu deildar kvenna fer fram í dag, 13. umferðin var færð aftar á tímabilið vegna lokamóts U19 sem fram fór á dögunum.

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers spáir í leiki dagsins. Hún skipti yfir til Leuven í Belgíu frá Norrköping í síðasta mánuði og lék einnig sinn fjórða og fimmta landsleik.

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður U19 og Víkings, var síðust til að spá og var hún þá með fjóra rétta af fimm og þrjú hárrétt úrslit!

Svona spáir Diljá leikjum dagsins:

FH 1 - 2 Breiðablik (14:00)
Hörkuleikur í Kaplakrika. Held að Breiðablik muni stjórna leiknum svolítið en FH eru sterkar í skyndisóknum og klókar. Breiðablik tekur þetta 2-1 með marki og stoðsendingu frá Hafrúnu Rakel.

Stjarnan 2 - 0 Tindastóll (15:00)
Tvö lið sem eru á svipuðum stað í deildinni þannig þetta verður alvöru leikur, en samt sem áður hef ég trú á að Stjörnukonur komi ferskar úr smá fríi og taki þetta 2-0. Jasmín Erla verður allt í öllu!

ÍBV 1 - 3 Valur (16:00)
Það er alltaf erfitt að fara til Eyja að ná í stig, en ég held að Valskonur geri það samt sem áður, en ÍBV mun láta þær hafa fyrir því. Valsliðið er stútfullt af reynslu og gæðum. Þær koma sér hægt og rólega inn í leikinn og klára þetta 1-3.

Þór/KA 1 - 0 Þróttur (16:00)
Spái því að þetta verði jafn leikur í 90 mín en að markið detti hjá Þór/KA konum á heimavelli. 1-0 lokatölur.

Selfoss 1 - 0 Keflavík (17:00)
Botnslagur, bæði lið þurfa stig og þetta verður mjög spennandi leikur. Selfoss þurfa að rífa sig í gang og þær gera það í dag og ná í þrjú stig með 1-0 sigri.

Fyrri spámenn:
Sigdís Eva Bárðardóttir (4 réttir)
Perry Maclachlan (4 réttir)
Aníta Lísa Svansdóttir (3 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (2 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (2 réttir)
Kristín Dís Árnadóttir (2 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig stigataflan í deildinni lítur út.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner