Held það séu ekki margir á Íslandi sem eru svipaðir og ég
Sigurður Bjartur Hallsson er 22 ára sóknarmaður sem endaði næst markahæstur í Lengjudeildini í sumar. Hann skoraði sautján mörk í 21 leik fyrir Grindavík og var það einungis Pétur Theódór Árnason, leikmaður Gróttu, sem skoraði fleiri mörk í deildinni.
Í fyrra skoraði Sigurður átta mörk í nítján leikjum og rúmlega tvöfaldaði því markafjölda sinn frá því á síðasta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Sigurð í gær og spurði hann út í tímabilið.
Í fyrra skoraði Sigurður átta mörk í nítján leikjum og rúmlega tvöfaldaði því markafjölda sinn frá því á síðasta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Sigurð í gær og spurði hann út í tímabilið.
Ætlaði sér að skora tuttugu mörk
Hvernig var þín upplifun af þessu tímabili?
„Mér fannst þetta skrítið tímabil. Við byrjuðum rosalega vel og vorum í 2. sæti lengi vel í fyrri umferðinni. Þegar leið á þá fóru liðsmarkmiðin að fjara út og þá eiginlega einbeitti ég mér að sjálfum mér. Ég reyndi að spila eins vel og ég gat og skora eins mikið og ég gat," sagði Sigurður.
Varstu ánægður með markafjöldann?
„Já, markmiðið mitt fyrir tímaibilið voru tuttugu mörk. Ég var meiddur í síðasta leiknum þannig ég náði ekki þeim fjölda."
Minnkaði við sig í vinnunni og æfði aukalega
Er einhver lykill að þessari markaskorun í sumar?
„Já, ég minnkaði við mig í vinnu, fór í 50% vinnu og vann til hádegis. Ég æfði tvisvar á dag um veturinn og æfði mjög mikið seinni hluta tímabilsins, þá var ég farinn að æfa tvisvar á dag, tók auka styrktaræfingar."
„Janko [Milan Stefán Jankovic] var mikið með mér í vetur og svo æfði ég mikið með Josip Zeba undir lokin á tímabilinu."
Var einhver einn sem var að leggja meira upp á þig en annar?
„Það voru nokkrir sem lögðu nokkur á mig. Aron, Dion og Tiago voru allir með nokkrar stoðsendingar og Viktor Guðberg líka. Þetta var ekkert bara úr einni átt heldur dreifðist nokkuð vel."
Þú varst meiddur í lokaleiknum, hvernig er skrokkurinn núna?
„Ég er orðinn alveg góður, ég varð góður um helgina, hætti að finna til. Ég er að stíga upp úr þessu, nýbyrjaður að æfa aftur sjálfur. Ég fer rólega af stað í því og reyni að halda mér í formi."
Spilaði á kantinum á síðasta tímabili
Fannst þér ekkert háleitt markmið að stefna á tuttugu mörk?
„Nei, mér fannst það vera nokkuð rökrétt þegar ég hugsaði það. Í fyrra var ég mikið að spila á kantinum. Þá var Guðmundur Magnússon að spila fremstur hjá okkur."
Shane Long, Ashley Barnes og Sigurður Bjartur
Hvernig myndir þú skilgreina þig sem leikmann, finnst þér þú vera 'target' framherji?
„Ég myndi ekki segja að ég væri týpískur 'target striker'. Ég eiginlega veit ekki hvernig ég á að skilgreina mig, ég held það séu ekki margir á Íslandi sem eru svipaðir og ég. Ég myndi kannski horfa til Bretlands og þar eru týpur eins og Shane Long, Ashley Barnes og svoleiðis leikmenn. Einhverjir gæjar sem djöflast og skora mörk inn á milli."
Fylgist mikið með þeim bestu í Bundesliga
Áttu einhverja fyrirmynd, íslenska eða erlenda sem þú fylgist mikið með?
„Eins og kannski margir framherjar gera þá fylgist ég mikið með Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski. Ég fylgdist mikið með Harry Kane en hann kemur meira djúpt á völlinn núna og er orðinn allt öðruvísi en hann var," sagði Sigurður Bjartur að lokum.
Sjá einnig:
Sveitastræker með sjálfstraustið í botni
„Einhver óvæntasta stjarna í næstefstu deild sem ég hef séð í háa herrans tíð"
Athugasemdir