Birkir Heimisson, miðjumaður Vals, greindist í gær með kórónaveiruna en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.
Birkir fann fyrir veikindum í síðustu viku og í gær kom í ljós að hann var með veiruna.
Birkir fann fyrir veikindum í síðustu viku og í gær kom í ljós að hann var með veiruna.
„Ég var rúmliggjandi í síðustu viku, miklir beinverkir, hiti, höfuðverkur og kvef," sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.
„Það er ekki búið að finna hvar ég smitaðist en næstu skref eru einangrun í 14 daga."
„Ég er orðinn einkennalaus núna og líður bara ágætlega. Auðvitað svekkjandi að fá þessar fréttir og vera hent í einangrun. En svona er þetta bara og maður kemur bara sterkari til baka."
Birkir er fyrsti leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni sem greinist með veiruna svo vitað sé en Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, greindist með veiruna í síðustu viku.
Birkir kom til Vals síðastliðið haust frá Heerenveen en þessi tvítugi leikmaður var í yngri flokkum Þórs á Akureyri áður en hann fór til Hollands árið 2016.
Athugasemdir