Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig
9. Haukar
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 1. deild
Haukar sigldu nokkuð lygnan sjó í 1. deildinni í fyrra eftir að hafa verið í ströggli framan af. Gífurlegar breytingar urðu á leikmannahópi liðsins í vetur og byrjunarliðið er nánast alveg nýtt frá því á síðasta tímabili. Ungir Hauka strákar fá nú tækifæri í eldlínunni en um er að ræða drengi sem eru nýkomnir upp úr 2. flokki og drengi sem voru í láni hjá öðrum félögum á síðasta tímabili.
Þjálfarinn: Luka Kostic tók við Haukum síðastliðið haust af Sigurbirni Hreiðarssyni. Luka er mjög reyndur þjálfari en á ferli sínum hefur hann meðal annars þjálfað U21 árs landslið Íslands, KR, Víking og Grindavík svo eitthvað sé nefnt. Þórhallur Dan Jóhannsson er honum til aðstoðar en hann þekkir vel til hjá Ásvöllum eftir að hafa endað feril sinn sem leikmaður hjá Haukum. Saman hafa þeir þjálfað 2.flokk félagsins undanfarin ár.
Styrkleikar: Liðið er gífurlega agað og vel skipulagt undir stjórn Luka Kostic og hefur náð að stríða sterkari andstæðingum á undirbúningstímabilinu. Mjög margir heimamenn eru að fá sína fyrstu tækifæri með meistaraflokki og þeir vilja ólmir sanna að þeir eigi tækifærið skilið. Með hraða og beinskeytta sóknarmenn sem geta valdið usla í vörnum andstæðinganna.
Veikleikar: Einungis örfáir leikmenn í hópnum hafa einhverja reynslu af því að leika í 1. deild. Leikmannahópurinn er mjög ungur og spurning er hvernig hópurinn bregst við í mótlæti. Af þeim 15 leikmönnum sem spiluðu 11 leiki eða fleiri í fyrra eru ellefu farnir. Þar af eru margir eldri leikmenn sem hafa myndað kjarnann í liði Hauka undanfarin ár.
Lykilmenn: Andri Fannar Freysson, Björgvin Stefánsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Gaman að fylgjast með: Aron Jóhannsson. Nafni bandaríska landsliðsmannsins gæti sprungið út í sumar. Tvítugur miðjumaður sem hefur þónokkra reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:
![](https://fotbolti.net/imdb/newspictures/182000/182258/182258.jpg)
Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Keflavík
Björgvin Stefánsson frá BÍ/Bolungarvík
Terrance William Dieterich frá Tindastóli
Farnir:
Andri Gíslason í Þrótt Vogum
Andri Steinn Birgisson í Þrótt Vogum
Ásgeir Þór Ingólfsson í Grindavík
Brynjar Benediktsson í Fram
Gísli Eyjólfsson í Breiðablik (Var á láni)
Hafþór Þrastarson í Fjarðabyggð
Hilmar Geir Eiðsson
Hilmar Rafn Emilsson í ÍH
Hilmar Trausti Arnarsson í KA
Kristján Ómar Björnsson í Gróttu
Matthías Guðmundsson í Val
Ómar Karl Sigurðsson
Sigmar Ingi Sigurðarson í Fram
Sigurbjörn Hreiðarsson í Val
Úlfar Hrafn Pálsson í Grindavík
Fyrstu leikir Hauka
9. maí Víkingur Ó. - Haukar
16. maí Haukar - Grindavík
23. maí KA - Haukar
Athugasemdir