„Við erum búnar að endurheimta vel eftir Þýskalandsleikinn og búnar að stilla okkur af. Við erum klárar í þetta verkefni á morgun,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir við Fótbolta.net síðdegis í gær. Glódís var þá á leiðinni á síðustu æfingu fyrir leik ásamt liðsfélögum sínum.
„Mér finnst það alls ekki erfitt. Við erum búnar að stilla okkur af og vorum að skoða þær í gær. Í kvöld (gærkvöldi) förum við yfir hvernig við ætlum að mæta þeim,“ svaraði Glódís.
„Við erum bara ótrúlega spenntar. Þetta verður hörkuleikur á móti frábæru liði og ef við ætlum að mæta eins og einhverjar pulsur þá lendum við í veseni.“
En hver er lykillinn að því að vinna sigur gegn Tékkum?
„Ég held það verði svipað og á móti Þýskalandi. Við verðum að nýta það að þær fara með margar í sókn og nýta skyndisóknir þar á móti. Síðan verðum við bara að vera fastar fyrir, færa rétt og vera skipulagðar. Það er lykillinn að þessu,“ sagði Glódís Perla meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir