Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   þri 24. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Glódís: Lendum í veseni ef við mætum eins og pulsur
Glódís á æfingu í Znojmo í gær
Glódís á æfingu í Znojmo í gær
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Við erum búnar að endurheimta vel eftir Þýskalandsleikinn og búnar að stilla okkur af. Við erum klárar í þetta verkefni á morgun,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir við Fótbolta.net síðdegis í gær. Glódís var þá á leiðinni á síðustu æfingu fyrir leik ásamt liðsfélögum sínum.

„Mér finnst það alls ekki erfitt. Við erum búnar að stilla okkur af og vorum að skoða þær í gær. Í kvöld (gærkvöldi) förum við yfir hvernig við ætlum að mæta þeim,“ svaraði Glódís.

„Við erum bara ótrúlega spenntar. Þetta verður hörkuleikur á móti frábæru liði og ef við ætlum að mæta eins og einhverjar pulsur þá lendum við í veseni.“

En hver er lykillinn að því að vinna sigur gegn Tékkum?

„Ég held það verði svipað og á móti Þýskalandi. Við verðum að nýta það að þær fara með margar í sókn og nýta skyndisóknir þar á móti. Síðan verðum við bara að vera fastar fyrir, færa rétt og vera skipulagðar. Það er lykillinn að þessu,“ sagði Glódís Perla meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner