Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. október 2022 14:07
Brynjar Ingi Erluson
Keane í hálfleik: Þetta gæti orðið verra
Erling Braut Haaland er með tvö mörk og eina stoðsendingu í fyrri hálfleik
Erling Braut Haaland er með tvö mörk og eina stoðsendingu í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, á ekki til orð yfir frammistöðu Manchester United í hálfleik gegn Manchester City, en staðan er 4-0 fyrir heimamönnum í City.

Phil Foden skoraði strax á 8. mínútu eftir gott samspil áður en Erling Braut Haaland gerði annað markið á 34. mínútu með skalla.

Hann var síðan aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar áður en Haaland lagði upp fjórða markið fyrir Foden.

Þetta gæti orðið verra segir Keane en hann kallar eftir að leikmenn sýni stolt og persónuleika á vellinum.

„Þetta gæti orðið verra. Stjórinn fær risastórt verkefni í hálfleik. Hvað getur hann gert?

„Ætlar hann að sitja þarna og taka meðalið eða þú bara vaða því þú ert Man Utd, risafélag og vilt ekki láta niðurlægja þig?"

„Ég bara trúi því ekki hvað Man Utd er búið að vera lélegt. Þetta snýst um stolt og persónuleika, en þeir eru ekki að sýna það,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner