Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 04. janúar 2024 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex var nálægt því að ganga í raðir Kolding
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson var samkvæmt heimildum Fótbolta.net mjög nálægt því að ganga í raðir danska félagsins Kolding. Ekkert verður hins vegar úr því að Alex spili með liðinu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net bakkaði Alex úr viðræðunum og er líklegast að hann spili á Íslandi á komandi tímabili.

Félög á Íslandi hafa verið orðuð við Alex og eru Stjarnan og Valur þar á meðal.

Kolding er í dönsku B-deildinni. Liðið situr þar í sjötta sæti eftir átján umferðir eftir að hafa komið upp úr C-deildinni síðasta sumar. Thomas Mikkelsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er leikmaður Kolding.

Alex er án félags sem stendur eftir að samingur hans við sænska félagið Öster rann út. Alex stóð til boða að vera áfram í Svíþjóð en kaus að skoða aðra möguleika.

Alex er 24 ára Álftnesingur sem lék með Stjörnunni áður en hann hélt út til Öster eftir tímabilið 2020.

„Ég er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast. Ég er hægt og rólega að finna út úr þessu, er ekki að drífa mig að neinu. Þetta eru mikilvægar ákvarðanir og gott að taka sér tíma í þær," sagði Alex við Fótbolta.net í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner