Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
banner
   fim 06. mars 2025 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juric: Hef ekki unnið gott starf hjá Southampton
Mynd: EPA
Ivan Juric, stjóri Southampton, sagði á fréttamannafundi í dag að hann viti ekki hvort hann verði stjóri liðsins á næsta tímabili. Hann segir að það sé eðlilegt að það séu spurningar um hans framtíð eftir dapurt gengi liðsins undir hans stjórn.

Hann tók við liðinu á miðju tímabili þegar Russel Martin var látinn fara. Southampton er á botni deildarinnar og þarf bókstaflega kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur tapað níu af tíu leikjum undir stjórn Króatans.

„Þetta eru eðlilegar vangaveltur út frá okkar stöðu. Ég veit ekki hvort ég verði áfram. Ég lifi í núinu, hugsa um leikinn gegn Liverpool og ekki um það sem gerist á árinu eða í framtíðinni. Ég get sinnt mínu starfi og geri það eins vel og ég get."

Hann var spurður hvernig hann mæti vinnu sína hjá Southampton til þessa.

„Ekki gott. Slæmt. Það eru margt sem þarf að horfa í. Þetta er smávegis öllum að kenna þegar hlutirnir ganga ekki vel. En ef ég hugsa um mitt starf, þá er ég auðvitað ekki glaður. Ég er ekki sáttur. Ég bjóst við mun meiru," sagði Juric.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
16 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 27 4 5 18 25 61 -36 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner