Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 08. ágúst 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 7. sæti
Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang var slakur á síðasta tímabili.
Fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang var slakur á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Saka er vonarstjarna Arsenal.
Saka er vonarstjarna Arsenal.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Ben White var keyptur frá Brighton.
Miðvörðurinn Ben White var keyptur frá Brighton.
Mynd: Arsenal
Frá Emirates, heimavelli Arsenal.
Frá Emirates, heimavelli Arsenal.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi föstudag. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Arsenal mun enda í 7. sæti ef spáin rætist.

Um liðið: Síðasta tímabil var í raun hrikalegt fyrir Arsenal. Liðið sýndi hér og þar ágætis takta en náði engan veginn að gera það nægilega oft og endaði að lokum utan Evrópusæta. Arsenal vann Samfélagsskjöldinn en meira var það ekki. Að enda ekki einu sinni í Evrópusæti er ekki boðlegt fyrir eins stórt félag og Arsenal er. Rúnar Alex Rúnarsson er einn af markvörðum Arsenal.

Stjórinn: Mikel Arteta er á leið inn í sitt annað heila tímabil sem stjóri Arsenal. Hann er fyrrum leikmaður liðsins. Á ákveðnum tímapunkti í fyrra - þegar mjög illa gekk - þá voru háværar raddir um að hann yrði látinn taka pokann sinn en innan félagsins virðist vera mikil trú á honum. Núna er það undir honum komið að þakka traustið. Hann verður alla vega að gera betur en á síðustu leiktíð.

Staða á síðasta tímabili: 8. sæti

Styrkleikar: Varnarleikurinn var mjög sterkur á síðustu leiktíð og það er eitthvað til að byggja á. Innkoma Ben White kemur til með að hjálpa liðinu í uppspili. Liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni úr föstum leikatriðum á síðustu leiktíð. Það er engin Evrópukeppni og þó það sé leiðinlegt fyrir stuðningsmenn, þá getur það hjálpað liðinu að þurfa ekki að spila 10-15 leiki aukalega á tímabilinu. Það eru flottir ungir leikmenn í liðinu sem þurfa að fá enn meira traust, leikmenn eins og Bukayo Saka, Emile Smith-Rowe og Gabriel Martinelli.

Veikleikar: Það verða koma fleiri mörk. Pierre-Emerick Aubameyang var virkilega slakur á síðustu leiktíð og hann verður að vera betri í ár. Arsenal átti á síðasta tímabili 12,1 skot að meðaltali í leik en það var það ellefta besta í deildinni. Það er ekki nægilega gott. Arteta er ekki reynslumikill þjálfari og er að læra í starfinu. Það getur haft mikil áhrif á úrslitin.

Talan: 5
Willian átti flestar stoðsendingar í liði Arsenal á síðustu leiktíð, fimm talsins. Kannski óvænt.

Lykilmaður: Bukayo Saka
Var besti leikmaður Arsenal á síðustu leiktíð, alla vega einn af þeim. Helsta vonarstjarna Arsenal og liðið ætti í raun að vera byggt í kringum hann. Sýndi það á EM í sumar hversu góður hann er, þó mótið hafi endað illa.

Fylgist með: Ben White
Miðvörður sem Arsenal eyddi miklum fjármunum í. Keyptur frá Brighton þar sem hann var virkilega góður á síðustu leiktíð. Lærði mikið af Marcelo Bielsa, stjóra Leeds, og er mjög spennandi leikmaður. Arsenal bindur við hann miklar vonir.

Komnir:
Nuno Tavares frá Benfica - 6,8 milljónir punda
Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht - 17,2 milljónir punda
Ben White frá Brighton - 50 milljónir punda

Farnir:
David Luiz - Án félags
Konstantinos Mavropanos til Stuttgart - Á láni
Ben Sheaf til Coventry - Óuppgefið
Mattéo Guendouzi til Marseille - Á láni
William Saliba til Marseille - Á láni
Tyreece John-Jules til Blackpool - Á láni
Harry Clarke til Ross County - Á láni

Fyrstu leikir:
13. ágúst, Brentford - Arsenal
22. ágúst, Arsenal - Chelsea
28. ágúst, Man City- Arsenal

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Arsenal, 139 stig
8. Everton, 122 stig
9. Leeds, 121 stig
10. West Ham, 117 stig
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner