
Kórdrengir unnu Vestra 2-0 í loka leik 11. umferðar Lengjudeildarinnar í dag.
Þar með er liðið komið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir ÍBV þegar deildin er hálfnuð. Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var ánægður með stigin en fannst spilamennskan ekkert spes.
Þar með er liðið komið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir ÍBV þegar deildin er hálfnuð. Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var ánægður með stigin en fannst spilamennskan ekkert spes.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 - 0 Vestri
„Ég er mjög ánægður með stigin en mér fannst við ekkert sérstakir í þessum leik. Það er gott að halda hreinu og ég er hrikalega ánægður með Sindra í markinu.
„Það kemur maður í mann stað. Við erum ánægðir með alla þá leikmenn sem hér eru, hvort sem þeir eru í byrjunarliðinu eða á bekknum. Davíð Þór og Leonard hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en þá er líka krafa á aðra leikmenn sem hafa fengið minni spiltíma að stíga upp og þeir gerðu það."
Davíð Smári segist vera ánægður með þá staðreynd að liðið sé í 3. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð.
„Ég er gríðarlega ánægður með þá uppskeru og það eru litlir hlutir sem hafa farið aðeins úrskeiðis hjá okkur. Við erum búnir að vera manni færri gegn báðum liðunum sem eru fyrir ofan okkur. Næstum því allan leikinn gegn ÍBV. Við þurfum að brýna hnífana og halda áfram."
Í uppbótartíma leiksins braut Daniel Osafo-Badu illa á Alberti Brynjari Ingasyni sem þurfti að fara af velli á börum. Badu fékk að líta gula spjaldið og voru Kórdrengir allt annað en sáttir með þá ákvörðun Þorvalds dómara leiksins.
„Þetta var algjörlega glórulaust brot. Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig þetta var bara gult spjald. Fyrstu fréttir eru þær að þetta er mjög alvarlegt og það verður að koma í ljós hvernig það er," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir