City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
   lau 10. júlí 2021 16:32
Arnar Daði Arnarsson
Davíð Smári um meiðsli Alberts: Mjög alvarlegt
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir unnu Vestra 2-0 í loka leik 11. umferðar Lengjudeildarinnar í dag.

Þar með er liðið komið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir ÍBV þegar deildin er hálfnuð. Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var ánægður með stigin en fannst spilamennskan ekkert spes.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 Vestri

„Ég er mjög ánægður með stigin en mér fannst við ekkert sérstakir í þessum leik. Það er gott að halda hreinu og ég er hrikalega ánægður með Sindra í markinu.

„Það kemur maður í mann stað. Við erum ánægðir með alla þá leikmenn sem hér eru, hvort sem þeir eru í byrjunarliðinu eða á bekknum. Davíð Þór og Leonard hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en þá er líka krafa á aðra leikmenn sem hafa fengið minni spiltíma að stíga upp og þeir gerðu það."

Davíð Smári segist vera ánægður með þá staðreynd að liðið sé í 3. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð.

„Ég er gríðarlega ánægður með þá uppskeru og það eru litlir hlutir sem hafa farið aðeins úrskeiðis hjá okkur. Við erum búnir að vera manni færri gegn báðum liðunum sem eru fyrir ofan okkur. Næstum því allan leikinn gegn ÍBV. Við þurfum að brýna hnífana og halda áfram."

Í uppbótartíma leiksins braut Daniel Osafo-Badu illa á Alberti Brynjari Ingasyni sem þurfti að fara af velli á börum. Badu fékk að líta gula spjaldið og voru Kórdrengir allt annað en sáttir með þá ákvörðun Þorvalds dómara leiksins.

„Þetta var algjörlega glórulaust brot. Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig þetta var bara gult spjald. Fyrstu fréttir eru þær að þetta er mjög alvarlegt og það verður að koma í ljós hvernig það er," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner