Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 11. janúar 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrt að Aron sé að ganga í raðir Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á X-reikningi hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið er sagt frá því að Aron Bjarnason sé búinn að velja Breiðablik.

Þar er sagt að hann velji Breiðablik fram yfir Val og að Valsmenn hefðu verið búnir að undirbúa blaðamannafund þar sem kynna átti Aron sem nýjan leikmann félagsins. Aroni hafi hins vegar snúist hugur á síðustu stundu.

„Hinn 28 ára gamli Aron Bjarnason hefur ákveðið að velja Breiðablik framyfir Val og skrifar undir í Kópavoginum.

Valur voru búnir að undirbúa blaðamannafund en svo virðist sem Aroni hafi snúist hugur á síðustu stundu,"
segir í færslunni.

Aron hefur verið orðaður við heimkomu frá Svíþjóð að undanförnu og virðist hann vera að snúa aftur í Breiðablik en hann lék með liðinu tímabilin 2017-2019.

Aron lék síðast á Íslandi tímabilið 2020 á láni hjá Val frá ungverska félaginu Ujpest. Aron átti þá frábært tímabil og var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals. Aron er 28 ára og átti hann eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Sirius.


Athugasemdir
banner
banner
banner