Aldrei ásættanlegt að tapa

Rúnar Már Sigurjónsson kom inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Rúnar Már átti mjög flotta innkomu í liðið og var maður leiksins í einkunnagjöf Tryggva Guðmundssonar fyrir Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 3 Belgía
„Ég er ánægður að fá tækifærið, það er gaman að spila. Ég reyndi að gera mitt besta. Við töpuðum 3-0 og við erum ekki sáttir með það, það er það sem situr eftir," sagði Rúnar þegar fjölmiðlamenn náðu af honum tali eftir leik.
„Það er aldrei ásættanlegt að tapa, það finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna gegn Sviss og í dag, þá er þetta tvennt ólíkt. Við getum verið sáttir með það."
Rúnar Már komst ekki í HM hópinn í sumar en var valinn í fyrsta landsliðshóp Erik Hamren og Freys Alexanderssonar.
„Ég var ekki valinn í sumar, en lífið heldur áfram. Maður reynir að standa sig vel með sínu félagsliði og sjá hvað gerist. Ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag með þessum leik."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Rúnar nánar um uppleggið í leiknum í dag.
NÝTT INNKAST!
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2018
TG9 fékk sér sæti undir stúku Laugardalsvallar og spjallaði um leikinn og landsliðið við @elvargeir og @maggimar - Áhugaverðar pælingar #Fotboltinet https://t.co/DGTEHkg0NA
Athugasemdir