Spáir því einnig að Ísland vinni Serbíu í fyrsta leik á EM
Í kvöld hefst 21. umferð enska úrvalsdeildarinnar með nýliðaslag Burnley og Luton en þessi umferð er leikin yfir tvær helgar til þess að gefa mönnum vetrarfrí.
í dag hefur einnig Ísland leik á EM karla í handbolta er liðið mætir Serbíu. Því er vel við hæfi að sérfræðingurinn sjálfur, Arnar Daði Arnarsson, spái í leikina sem framundan eru. Arnar Daði mun að sjálfsögðu fjalla vel um handboltann í þessum mánuði en hann heldur úti hlaðvarpinu Handkastið sem hægt er að finna á öllum hlaðvarpsveitum.
Við fengum Séffann líka auðvitað til að spá í leik Ísland og Serbíu sem hefst klukkan 17:00. Hann spáir sigri Íslands, 33-28.
„Þetta verður mjög erfiður leikur, við erfiðar aðstæður á móti góðu liði. Þeir sýndu það á móti Slóvakíu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin... nei, nú hættum við þessari þvælu sem fyrrum landsliðsþjálfari hefur boðið uppá í aðdraganda allra leikja íslenska landsliðsins síðustu mót."
„Við erum með miklu betra lið en Serbía og eigum ekki að sætta okkur við neitt annað en sigur í þessum leik."
„Fimm marka sigur og vonandi að þetta sé bara framundan af algjörri veislu sem framundan er hjá íslenska liðinu í janúar undir stjórn nýs þjálfara. Nýr þjálfari - ný tækifæri."
í dag hefur einnig Ísland leik á EM karla í handbolta er liðið mætir Serbíu. Því er vel við hæfi að sérfræðingurinn sjálfur, Arnar Daði Arnarsson, spái í leikina sem framundan eru. Arnar Daði mun að sjálfsögðu fjalla vel um handboltann í þessum mánuði en hann heldur úti hlaðvarpinu Handkastið sem hægt er að finna á öllum hlaðvarpsveitum.
Við fengum Séffann líka auðvitað til að spá í leik Ísland og Serbíu sem hefst klukkan 17:00. Hann spáir sigri Íslands, 33-28.
„Þetta verður mjög erfiður leikur, við erfiðar aðstæður á móti góðu liði. Þeir sýndu það á móti Slóvakíu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin... nei, nú hættum við þessari þvælu sem fyrrum landsliðsþjálfari hefur boðið uppá í aðdraganda allra leikja íslenska landsliðsins síðustu mót."
„Við erum með miklu betra lið en Serbía og eigum ekki að sætta okkur við neitt annað en sigur í þessum leik."
„Fimm marka sigur og vonandi að þetta sé bara framundan af algjörri veislu sem framundan er hjá íslenska liðinu í janúar undir stjórn nýs þjálfara. Nýr þjálfari - ný tækifæri."
Burnley 1 - 1 Luton (19:45 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar. Sex stiga leikur fyrir Burnley en Luton virðir stigið.
Chelsea 2 - 1 Fulham (12:30 á morgun)
Chelsea eru komnir á skrið en vinna þó aldrei með meira en einu marki. Hvorugt liðið virðist kunna að halda hreinu.
Newcastle 2 - 2 Manchester City (17:30 á morgun)
Eftir þrjú töp í röð í deildinni þá sækir Newcastle loksins stig. Komast í 2-0 en City kemur til baka. Verð illa svikinn ef Alexander Isak skorar ekki í leiknum.
Everton 1 - 1 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Villa eru bestir á heimavelli en ekkert nema miðlungslið á útivelli. Það kostar þá sigur í þessum leik. Ekki það að Everton séu eitthvað rosalegir á heimavelli en það kemur ekki að sök.
Man Utd 2 - 3 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Rússíbanaleikur framundan fyrir stuðningsmenn beggja liða. Marcus Rashford skorar tvö en gerir lítið fyrir þá rauðu þar sem Onana verður í gúmmíhönskum í markinu og gerir afdrifarík mistök. Eftir leik munu ótrúlegustu menn kalla eftir því að liðið nái í De Gea á nýjan leik.
Arsenal 3 - 1 Crystal Palace (12:30, 20. janúar)
Nallarnir þurfa sigur í þessum leik. Það er mikið stress í öllum sem tengjast Arsenal eftir hræðilegt gengi í desember. Stressið er gott ef menn nýta það rétt og það gera þeir rauðu í þessum leik. Þetta verður þægilegt og menn geta andað léttar eftir leik.
Brentford 0-0 Nottingham Forest (17:30, 20. janúar)
Þessi leikur öskrar á jafntefli líkt og í fyrri leiknum. Hvorugt liðið vill tapa þessum leik en virða stigið.
Sheffield United 1 - 2 West Ham (14:00, 21. janúar)
George Baldock nær ekki að hjálpa sínu liði að ná í mikilvæg stig í þessum leik. West Ham lifir í þeirri trú að þeir geti náð Evrópudeildarsæti.
Bournemouth 0 - 3 Liverpool (16:30, 21. janúar)
Salah með þrennu. (Innskot: Salah er reyndar farinn í Afríkukeppnina en spáin skemmtileg)
Brighton 1 - 0 Wolves (19:45, 22. janúar)
Af því bara.
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 17 | 10 | 5 | 2 | 37 | 19 | +18 | 35 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 17 | 9 | 4 | 4 | 23 | 19 | +4 | 31 |
5 | Bournemouth | 17 | 8 | 4 | 5 | 27 | 21 | +6 | 28 |
6 | Aston Villa | 17 | 8 | 4 | 5 | 26 | 26 | 0 | 28 |
7 | Man City | 17 | 8 | 3 | 6 | 29 | 25 | +4 | 27 |
8 | Newcastle | 17 | 7 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 26 |
9 | Fulham | 17 | 6 | 7 | 4 | 24 | 22 | +2 | 25 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 17 | 7 | 2 | 8 | 39 | 25 | +14 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 17 | 5 | 5 | 7 | 22 | 30 | -8 | 20 |
15 | Everton | 16 | 3 | 7 | 6 | 14 | 21 | -7 | 16 |
16 | Crystal Palace | 17 | 3 | 7 | 7 | 18 | 26 | -8 | 16 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 17 | 1 | 3 | 13 | 11 | 36 | -25 | 6 |
Athugasemdir