Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klár um leið og Ólafur Ingi hafði samband - „Frábært að ég gat hoppað inn í staðinn"
Icelandair
Verður aðstoðarþjálfari í komandi vináttuleikjum U21 landsliðsins.
Verður aðstoðarþjálfari í komandi vináttuleikjum U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi og Ari á landsliðsæfingu.
Ólafur Ingi og Ari á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason verður aðstoðarmaður Ólafs Inga Skúlasonar í komandi leikjum U21 landsliðsins. Ísland mætir Ungverjalandi og Skotlandi í tveimur vináttuleikjum í mars en báðir leikir fara fram á Pinatar á Spáni.

Ari Freyr er í þjálfarateymi Norrköping, er þar aðstoðarþjálfari og er samhliða því aðalþjálfari U19 liðs félagsins.

„Þetta kom til með einu símtali, þurfti ekkert meira. Óli hafði samband og nefndi þetta við mig. Ég hugsaði að þetta væri mjög spennandi að geta farið og hjálpað og fengið smá þefinn af því að vera bakvið tjöldin í landsliðinu. Ég hikaði ekki við það og klúbburinn leyfði mér það, ég missi af nokkuð mörgum æfingum og síðasta leiknum okkar fyrir mót, en við náum að redda því," segir Ari.

„Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég er búinn að taka allar þjálfaragráðurnar og tók í síðasta mánuði við U19 liðinu hjá Norrköping. Það er bara ennþá skemmtilegra að fá að prófa þetta líka. Svo sjáum við bara hvað kemur úr þessu. Lúlli (Lúðvík Gunnarsson) er upptekinn akkúrat í þessu verkefni og bara frábært að ég gat hoppað inn í staðinn."

„Maður þekkir Óla vel, búinn að vera ansi oft með honum í landsliðinu. Það sakar ekki maður sé að vinna með Óla Skúla í þessu verkefni, frábær karakter og gaur. Að fá að sjá líka hvernig hann er sem þjálfari er mjög spennandi."

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekkert spáð í því að mögulega vinna eitthvað hjá KSÍ í framtíðinni, öll einbeitingin hefur verið á núið og Norrköping. Það er gaman að þetta kom upp og að Óli hafi leitað til mín. Það er ekki hægt að segja nei við Óla, ef það hefði verið einhver annar þá kannski hefði maður sagt nei,"
segir Ari á léttu nótunum.

Ari lék á sínum tíma 10 leiki með U21 landsliðinu og 83 leiki með A-landsliðinu. Hann er fæddur árið 1987 og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2023. Nánar var rætt við Ara og verður lengra viðtal við hann birt seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner