Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
   mið 13. apríl 2022 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill ekki sjá deildina verða eins og enska úrvalsdeildin er núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum lenda í einu sæti ofar en það en þessi spá kemur ekki á óvart þannig séð. Þetta var að fara detta einhvers staðar á bilinu 1.-3. sæti. Við erum klárlega með hópinn og getuna í liðinu til að landa þeim stóra. Það verður mikil keppni um titilinn og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir deildina í heild sinni," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net.

Höskuldur var til viðtals þar sem Fótbolti.net spáði Breiðabliki 2. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Breiðablik

„Fyrirfram myndi ég halda að þetta verði ennþá jafnara en í fyrra. Þetta var hörkudeild í fyrra og skemmtilegt að þetta náði alveg fram í lokaumferð. Sem hlutlaus fótboltaunnandi vill maður enn frekari baráttu og ekki eins og enska úrvalsdeildin er núna þar sem þetta er tveggja hesta hlaup."

Finnst þér þið vera með öflugra lið en í fyrra?

„Ég myndi segja að hópurinn sé breiðari og fjölbreyttari. Það er slatti af nýjum leikmönnum en allt leikmenn sem hafa styrkt hópinn. Það tekur alltaf smá tíma að finna takt en mér finnst þessir nýju leikmenn hafa komið flott út og fannst það sjást vel í leikjunum út í Portúgal," sagði Höskuldur.

Nánar er rætt við hann í viðtalinu sem sjá má í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner