„Við viljum lenda í einu sæti ofar en það en þessi spá kemur ekki á óvart þannig séð. Þetta var að fara detta einhvers staðar á bilinu 1.-3. sæti. Við erum klárlega með hópinn og getuna í liðinu til að landa þeim stóra. Það verður mikil keppni um titilinn og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir deildina í heild sinni," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net.
Höskuldur var til viðtals þar sem Fótbolti.net spáði Breiðabliki 2. sæti í Bestu deildinni í sumar.
Höskuldur var til viðtals þar sem Fótbolti.net spáði Breiðabliki 2. sæti í Bestu deildinni í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Breiðablik
„Fyrirfram myndi ég halda að þetta verði ennþá jafnara en í fyrra. Þetta var hörkudeild í fyrra og skemmtilegt að þetta náði alveg fram í lokaumferð. Sem hlutlaus fótboltaunnandi vill maður enn frekari baráttu og ekki eins og enska úrvalsdeildin er núna þar sem þetta er tveggja hesta hlaup."
Finnst þér þið vera með öflugra lið en í fyrra?
„Ég myndi segja að hópurinn sé breiðari og fjölbreyttari. Það er slatti af nýjum leikmönnum en allt leikmenn sem hafa styrkt hópinn. Það tekur alltaf smá tíma að finna takt en mér finnst þessir nýju leikmenn hafa komið flott út og fannst það sjást vel í leikjunum út í Portúgal," sagði Höskuldur.
Nánar er rætt við hann í viðtalinu sem sjá má í spilaranum að ofan.
Athugasemdir