Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 13. júlí 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Íslenskir veðbankar segja 50/50 en erlendir 1/4
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er allt í standi. Þetta er allt samkvæmt plani og undirbúningurinn hefur gengið vel. Við erum til í slaginn," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag en Ísland hefur leik á EM kvenna gegn Frökkum á þriðjudag.

Um síðustu helgi var æfingaferð á Selfossi þar sem hópurinn þjappaði sér saman fyrir komandi mót.

„Þetta var rosalega góð helgi. Hún var erfið, við vorum þreytt á sunnudagskvöldið, en þetta var rosalega gaman," sagði Freysi en hann tók meðal annars lagið fyrir framan hópinn.

„Ég stóð mig örugglega meiriháttar vel. Við bjuggum til band. Rakel Hönnudóttir var á gítar og Ási (Ásmundur Harladsson, aðstoðarþjálfari) var á trommum. Við tókum eitthvað þjóðhátíðarlag. Rakel valdi lagið og ég negldi það."

Freyr er jafnvel til í að taka lagið fyrir alla þjóðina ef Ísland fer alla leið á EM. „Ef ég kem niður í þyrlusigi á Arnarhól þá skal ég taka það," sagði Freyr léttur í bragði.

Auk Frakka eru Austurríki og Sviss með Íslandi í riðli en tvö lið komast áfram í 8-liða úrslitin.

„Íslenskir veðbankar segja 50/50 en erlendir veðbankar segja 1/4. Það eru bara einhverjar tölur. Við erum klár og neglum þetta. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við getum. Við vitum líka að andstæðingarnir eru feykisterkir. Við sýnum hvað Íslendingar eru klikkaðir og gerum þetta bara," sagði Freyr ákveðinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner